Loksins gengur Græni salurinn aftur
Það verður án efa gaman í gömlu góðu Bifröst nú á föstudagskvöldið þegar tónlistarveislan Græni salurinn gengur aftur eftir talsvert langa Covid-pásu. Venju samkvæmt mæta til skrallsins galvaskir heimamenn, sumir aðkomnir en vonandi engir aðframkomnir.
Flytjendur verða; Elva Björk og Blámi, JESSS, Tríó Pilla Prakkó, JF Band, Hljómsveit Baldvins I. Símonarsonar, Menn og menn, Dánarfregnir og jarðarfarir, Augu Abrahams og loks Atli. Tónlistarfólkið kemur þó ekki fram í þessari röð.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 en dyrnar verða opnaðar eitthvað fyrr. Reiknað er með að spilað verði til miðnættis. „Það eru níu atriði sem gæti verið met en samt ekkert fleiri lög en venjulega. Það er ekki posi en 1500 er gjaldið. Dr. Úlfar spilar í fjórum hljómsveitum og lika Sigvaldi og Fúsi Ben,“ segir Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson mótshaldari. Hann bætir við að mikil áhersla verði lögð á ábyrgan léttleika en aðallega sé gaman að koma saman aftur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.