Fréttir

Rúnar Birgir fyrstur Íslendinga til að verða tæknifulltrúi FIBA

Varmhlíðingurinn Rúnar Birgir Gíslason lauk nú á dögunum námskeiði til að verða tæknifulltrúi FIBA (e. FIBA Technical Delegate), en FIBA stendur fyrir Alþjóða körfuknattleikssambandið.
Meira

Tæpum 1,1 milljarði kr. úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi úthlutað tæpum 1,1 milljarði króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra en hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Norðurland vestra frítt við framlag úr sjóðnum.
Meira

Framkvæmdir við skólamannvirki tefjast í Skagafirði

Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, kynnti stöðu á framkvæmdum við leik- og grunnskóla í Varmahlíð á fundi fræðslunefndar Skagafjarðar fyrir helgi. Auk þess hann fór yfir stöðu framkvæmda við aðrar skólabyggingar í sveitarfélaginu en í ferli eru viðhaldsframkvæmdir bæði við Árskóla og Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi.
Meira

Blönduð sveit GSS tekur þátt í Íslandsmóti 21 ára og yngri

Liðið er skipað þeim Hildi Hebu Einarsdóttur, Önnu Karen Hjartardóttur, Tómasi Bjarka Guðmundssyni, Brynjari Má Guðmundssyni og Unu Karen Guðmundsdóttur. Þjálfari þeirra er Atli Freyr Rafnsson.
Meira

Aðalfundur Tindastóls í kvöld

Aðalfundur Ungmennafélagsins Tindastóls fer fram í kvöld, miðvikudaginn 21. júní kl. 20:00 í Húsi frítímans.
Meira

Tónleikar í gamla bænum á Aðalgötunni

Næstkomandi laugardagskvöld verður Aðalgatan á Sauðárkróki færð í betri stílinn þegar lokað verður fyrir bílaumferð og heljarinnar sviði slegið upp. Á sviðinu munu fara fram tónleikar sem hefjast klukkan 19:30, ásamt því að fyrirtæki í götunni munu hafa dyrnar sínar opnar fram á kvöld þar sem fólk getur rölt á milli verslana
Meira

Stórefld þjónusta í síma 1700 og með netspjalli

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ýtti í dag úr vör kynningarátaki á stóraukinni þjónustu og ráðgjöf um heilsutengd málefni í símanúmerinu 1700 og á netspjalli Heilsuveru. Markmiðið með eflingu þjónustunnar er að auka þjónustu við almenning með heilbrigðistengdri ráðgjöf og vegvísun í viðeigandi þjónustu.
Meira

Opinn fundur um stefnumótun Húnabyggðar í orku- og umhverfismálum

Fimmtudaginn 22. júní nk. fer fram opinn íbúafundur um stefnumótun Húnabyggðar í orku- og umhverfismálum.
Meira

Verðandi endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi blæs til Hringrásarhátíðar 22. - 24. júní 2023

Miðstöðin var stofnuð árið 2020 og er markmiðið að vekja athygli á ofneyslu í þjóðfélaginu og möguleikum endurnýtingar til að minnka urðun og meðvitund um umhverfið. Í húsnæði Verðanda, Þangstöðum á Hofsósi er hægt að koma og gera við föt, gera upp húsgögn og nýta aðstöðu og verkfæri til handverks og hönnunar.
Meira

María Björk til liðs við Byggðastofnun

Á vef Byggðastofnunar kemur fram að stofnunin og María Björk Ingvadóttir hafi gert með sér tímabundið samkomulag um aukna upplýsingamiðlun af verkefnum Byggðastofnunar.
Meira