Hofsós Heim - Unga fólkið kurteist og jákvætt á dansleikjum hátíðarinnar

Frá Hofsós Heim um helgina. Mynd: Aðsend
Frá Hofsós Heim um helgina. Mynd: Aðsend

Bæjarhátíðin Hofsós Heim var haldin í sjötta sinn sl. helgi. Að sögn skipuleggjenda gekk hátíðin mjög vel, enda veðrið gott og allir viðburðir vel sóttir. 

Það var frábært að vera í samfloti við Hringrásarhátíð Verðanda og viðburðir á þeirra vegum skemmtileg viðbót,“ segir Vala Kristín Ófeigsdóttir, ein af skipuleggjendum hátíðarinnar.

Þakklæti er skilað til veðurguðanna, þeirra fjölmörgu fyrirtækja og sjálfboðaliða sem komu að hátíðinni. Einnig er minnst á fyrirmyndar framkomu gestanna og umgengni þeirra um hátíðina.

Sérstaklega vil ég nefna unga fólkið sem kom á dansleiki hátíðarinnar en það var svo kurteist og jákvætt.

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir