Skýjaþjónusta IBM til liðs við Borealis Data Center
Húnahornið segir frá því að Borealis Data Center, sem rekur gagnaver á Blönduósi, Reykjanesi og í Reykjavík, hefur gert samning við IBM Cloud um að hýsa hluta skýjaþjónustu IBM á Íslandi. „Það gerir viðskiptavinum fyrirtækjanna kleift að bjóða viðskiptavinum sínum aðgang að grænni skýjaþjónustu hér á landi, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Markmiðið með samningnum er að finna sjálfbæra leið fyrir alþjóðlegt fyrirtæki sem vill lækka kolefnisspor sitt með því að veita umhverfisvæna skýjaþjónustu,“ segir í fréttinni.
Húnahornið vitnar í tilkynningu frá fyrirtækinu en þar segir að aukin vitund um alvarleika loftslagsvandans og kröfur eftirlitsaðila um aðgerðir í þessum málaflokki þýði að mörg fyrirtæki eigi erfitt með að ná jafnvægi á milli stafrænnar framþróunar og samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda.
Í tilefni af samstarfinu verður haldin ráðstefna í Reykjavík 31. ágúst fyrir erlend fyrirtæki sem hafa lýst áhuga sínum á þjónustu IBM Cloud á Íslandi. Innlendum og áhugasömum einstaklingum sem vilja fræðast um aukna sjálfbærni gagnavinnslu verður einnig boðið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.