Gul veðurviðvörun í gildi frá kl. 21 í kvöld til kl. 14 á morgun

Mynd af vedur.is
Mynd af vedur.is

Síðustu daga og vikur hefur verið ágætis veður á Norðurlandi vestra þó sumir dagar hafi verið frekar kaldir. Í kvöld, 20. nóvember, á hins vegar að bæta í vindinn og er gul veðurviðvörun í gildi á svæðinu frá kl. 21:00 til kl. 14:00 á morgun, 21. nóvember. Á vedur.is segir; sunnan hvassviðri eða stormur, 18-23 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, yfir 30 m/s, einkum austantil. Aðstæður geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.

Á morgun, 21. nóvember, frá kl. 13:00 til kl. 03:00 þann 22. nóvember segir á vedur.is, suðvestan hvassviðri, 13-18 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum til fjalla. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir