Léttitækni, Króksverk og Víðimelsbræður nýir á lista

Á heimasíðu Creditinfo segir að þetta sé í 13 skipti sem unnið er að greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila.

Í hópi þeirra 55 aðila sem setið hafa á þessum lista frá upphafi eru tvö þeirra staðsett á Norðurlandi vestra, KPMG sem er með útibú á Króknum og á Blönduósi, og Steinull hf. á Króknum. Einnig er gaman að segja frá því að þrjú ný fyrirtæki frá þessu svæði eru á listanum í ár og eru það Léttitækni á Blönduósi, Króksverk og Víðimelsbræður ehf. í Skagafirði. Frá upphafi hafa 1.889 fyrirtæki komist á þennan lista en í ár voru það 1.006 fyrirtæki. Til að komast í þennan hóp þarf að uppfylla ýmis skilyrði, m.a. að hafa skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár og að rekstrarhagnaður hafi verið jákvæður þrjú ár í röð. Þá þarf eiginfjárhlutfallið að hafa verið 20% eða meira og eignir 100 milljónir eða meira að meðaltali þrjú rekstrarár í röð. Aðeins 2% fyrirtækja á Íslandi komast í úrvalshóp framúrskarandi fyrirtækja 2023.

Þau fyrirtæki sem staðsett eru á Norðurlandi vestra eru; Dögun ehf. (í þriðja skiptið), Fisk Seafood (í ellefta skiptið), Friðrik Jónsson ehf. (í tíunda skiptið), Kaupfélag Skagfirðinga (í tólfta skiptið), Króksverk ehf. (í fyrsta skiptið), K-tak (í þriðja skiptið), Nesver ehf. (í níunda skiptið), ÓK gámaþjónustan (í tíunda skiptið), Raðhús ehf. (í ellefta skiptið), Steinull hf. (frá upphafi), Steypustöð Skagafjarðar ehf. (í áttunda skiptið), Vinnuvélar Símonar ehf. (í tíunda skiptið), Víðimelsbræður ehf. (í fyrsta skiptið), Vörumiðlun (í tólfta skiptið), Þ. Hansen (í annað skiptið), Ölduós ehf. (í tíunda skiptið), Kaupfélag Vestur-Húnvetninga (í sjöunda skiptið), Léttitækni ehf. (í fyrsta skiptið), Sláturfélag KVH (í sjöunda skiptið) og svo eru nokkur fyrirtæki sem eru með útibú á svæðinu eins og t.d. Advania (í sjötta skiptið), Íslenska Gámafélagið (í áttunda skiptið), KPMG (frá upphafi), Landsvirkjun (í sjötta skiptið) og Verkís (í ellefta skiptið).

Feykir óskar öllum þessum fyrirtækjum til hamingju með viðurkenninguna. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir