Verð nokkuð virkur þátttakandi í Húnavöku

Stefán Ólafsson startar Húnavökunni þetta skiptið ásamt félögum sínum í Slagarasveitinni annað kvöld.
Stefán Ólafsson startar Húnavökunni þetta skiptið ásamt félögum sínum í Slagarasveitinni annað kvöld.

Stefán Ólafsson, hæstaréttarlögmaður og gítarleikari, býr að Heiðarbraut númer 8 á Blönduósi en þessa dagana er hann mest að vinna eftir gott þriggja vikna sumarfrí á Spáni. Hvað skildi hann ætla að gera í Húnavöku?

„Að þessu sinni verð ég nú nokkuð virkur þátttakandi í Húnavökunni en veislan byrjar með stórtónleikum Slagarasveitarinnar á miðvikudagskvöldinu kl. 20:30 en þar er ég að spila á gítar og syngja eitthvað með. Svo ætla ég að stjórna fjöldasöng á kótelettukvöldinu á laugardag. Annað er óráðið en ljóst er að Húnavakan er full af mjög áhugaverðum og skemmtilegum viðburðum.“

Ef Húnavakan væri samloka, hvað væri á milli brauðsneiðanna? „Allt sem hægt væri að troða í eina góða samloku!“

Hver var eftirminnilegasta Húnavakan? „Fyrir mig var það líklega þegar ég sá um brekkusönginn í fyrsta skiptið en þá var einstaklega gott veður og mikill mannfjöldi sem tók virkan þátt í söngnum og gleðinni.“

Hvernig lýsir þú Húnavökunni í fimm orðum? „Áhugaverð, skemmtileg, fjölbreytt, vel skipulögð og kraftmikil.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir