Gleðipinnar kætast
Morgunblaðið segir af því að Gleðipinnar ehf, sem reka meðal annars veitingastaðina American Style, Aktu Taktu, Hamborgarafabrikkuna, Shake and Pizza og Blackbox, hafi skilað hagnaði upp á 1,02 milljarða á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýjum samstæðareikningi félagsins fyrir síðasta ár en félagið er að hluta í eiga Kaupfélags Skagfirðinga.
Rekstrartekjur samstæðunnar námu 2,5 milljörðum króna á árinu samkvæmt rekstrarreikningi og dróust lítillega saman milli ára. Þær voru um 3,8 milljarðar króna árið 2022.
Rekstrarkostnaður nam rúmlega 2,4 milljörðum en á árinu kom einnig til söluhagnaður af hlutabréfum og öðrum eignum upp á 1,09 milljarða. „Ef ekki hefði komið til söluhagnaðarins hefði því rekstur félagsins verið nálægt núllinu,“ segir í fréttinni en ssamkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 1,9 milljarði.
Hjá Gleðipinnum störfuðu að meðaltali um 108 manns og nam launatengdur kostnaður um 1 milljarði króna. Stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur út arður til hluthafa á árinu 2024 vegna rekstrarársins 2023.
Heimild: Viðskipti / Mbl.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.