Gleðipinnar kætast

Morgunblaðið segir af því að Gleðip­inn­ar ehf, sem rek­a meðal ann­ars veit­ingastaðina American Style, Aktu Taktu, Ham­borg­arafa­brikk­una, Shake and Pizza og Black­box, hafi skilað hagnaði upp á 1,02 millj­arða á síðasta ári. Þetta kem­ur fram í nýj­um samstæðareikn­ingi fé­lags­ins fyr­ir síðasta ár en fé­lagið er að hluta í eiga Kaup­fé­lags Skagf­irðinga.

Rekstr­ar­tekj­ur sam­stæðunn­ar námu 2,5 millj­örðum króna á ár­inu sam­kvæmt rekstr­ar­reikn­ingi og dró­ust lít­il­lega sam­an milli ára. Þær voru um 3,8 millj­arðar króna árið 2022.

Rekstr­ar­kostnaður nam rúm­lega 2,4 millj­örðum en á ár­inu kom einnig til sölu­hagnaður af hluta­bréf­um og öðrum eign­um upp á 1,09 millj­arða. „Ef ekki hefði komið til sölu­hagnaðar­ins hefði því rekst­ur fé­lags­ins verið ná­lægt núll­inu,“ segir í fréttinni en ssamkvæmt efna­hags­reikn­ingi námu eign­ir sam­stæðunn­ar 1,9 millj­arði.

Hjá Gleðipinnum störfuðu að meðaltali um 108 manns og nam launa­tengd­ur kostnaður um 1 millj­arði króna. Stjórn fé­lags­ins legg­ur til að ekki verði greidd­ur út arður til hluthafa á ár­inu 2024 vegna rekstr­ar­árs­ins 2023.

Heimild: Viðskipti / Mbl.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir