Vinnuhelgi á Grettisbóli

Frá Grettishátíð 2008

Í dag er boðað til vinnufundar á Grettisbóli en þar þarf að taka til hendinni fyrir sumarið, svo þar geti blómstrað markaður, leikvangur og ýmis uppbyggileg og skemmtileg starfsemi í sumar.

 

Allir þeir sem vilja leggja málinu lið, gefa vinnu sína við að snyrta umhverfið og mála og lagfæra húsið eru velkomnir í dag klukkan 18 – 22.  Haldið verður áfram á morgun eftir því sem þurfa þykir.

Það eru Undirbúningsnefndin, Grettistak ses, Ferðamálafélag Vestur-Húnavatnssýslu, Laugarbakkinn – sagnasetur sem standa að vinnufundinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir