Vilja uppbyggingu vegar fram Austur-Fljótin
Íbúar í Fljótum telja afar mikilvægt að staðið verði við þær tillögur sem komu fram í áliti áliti svonefnds ,,Lágheiðarhóps” Sérstaklega benda íbúar á að vegurinn frá Ketilási að Þrasastöðum, fremsta bæ í sveitinni hafi verið viðhaldslítill um árabil og sé í raun í mjög löku ástandi.
Þetta kom fram í ályktun frá almennum íbúafundi að Ketilási í Fljótum 3 mars 2010 sem var síðasti fundur í fundarröð um sjálfbært samfélag í Fljótum en samgöngumál voru m.a. á dagskrá.
Jafnframt kom fram í ályktun fundarins að það sé afar brýnt hagsmunamál íbúanna að framkvæmdir við þennan veg verði teknar inná vegaáætlun fyrir árin 2011-2014.”
Var hópurinn þarna að vitna í tillögur starfshóps sem á sínum tíma var skipaður til að vega og meta kosti þess að byggja upp veg yfir Lágheiði eða ráðast í gerð svokallaðrar Héðisfjarðargangna. Tillögur hópsins voru að mæla með gerð jarðgangna en jafnframt að byggja upp veg fram Fljótin að fremsta bæ.ÖÞ:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.