Vilja breytingu á vinnsluskyldu vegna byggðakvóta
Á fundi Svetarstjórnar Skagafjarðar s.l. þriðjudag lagði Sigurður Árnason fram breytingartillögu við bókun atvinnu- og ferðamálanefndar frá 11. mars þar sem gerð var tillaga um að vinnsluskylda vegna byggðakvóta í viðkomandi byggðalagi verði felld niður.
Tillagan hljóðar á þessa leið: „Sveitarstjórn Skagafjarðar beinir því til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis að reglum fyrir úthlutun byggðakvóta til byggðalaga í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir fiskveiðiárið 2009-2010 verði breytt á þann veg að vinnsluskylda í viðkomandi byggðalagi verði felld niður.“ Vildi Sigurður að við samþykktina bættist eftirfarandi: „Að öðru leiti fari úthlutun byggðakvóta fram samkvæmt því fyrirkomulagi sem í gildi er í lögum og reglugerðurm varðandi nýtingu byggðakvóta í Skagafirði yfir yfirstandandi fiskveiðiár.“ Tillagan var samþykkt samhljóða.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.