Vilja að ráðherra standi við gefin loforð
Undirskriftahópur til varnar heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi hefur sent Álfheiði Ingadóttur, heilbrigðisráðherra bréf þar sem ráðherra er minnt á þau orð sín að málefni stofnunarinnar yrðu skoðuð.
Bréfið er svohljóðandi; -Þann 12.02.2010 var haldinn mótmælafundur við Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi, vegna mikils niðurskurðar sem lagður var á stofnunina. Þar sem Heilbrigðisráðherra mætti ásamt þeim þingmönnum okkar sem sáu sér fært að mæta og lofaði hún að þessi mál yrðu skoðuð með framkvæmdastjóra og þingmönnum. Ekkert hefur heyrst frá ráðherra síðan og erum við orðin langeyg eftir fréttum af þessum málum.
Skorum við nú á ráðherra að láta verkin tala og standa við þau loforð sem hún gaf á þessum fjölmenna mótmælafundi. Einnig skorum við á okkar þingmenn að fylgja þessu máli eftir af fullum þunga.
Með fyrirfram þökk
Fyrir hönd undirskriftahópsins
Látum rödd okkar heyrast
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.