Víkingar á slóðum Grettis sterka

Undirbúningsfundur að stofnun áhugamannafélags um siði og lifnaðarhætti víkinga verður haldinn í Ásbyrgi á Laugarbakka næstkomandi miðvikudag, 27. maí, kl. 17:00.

Félagið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér sögu og siði víkinga og þess fólks sem nam fyrst land á Íslandi. meðal þess sem slíkt félag getur unnið að er námskeiðahald, búningagerð, leðurvinnsla, framleiðsla á handverki, vopnaburður og bardagaaðferðir, smíði boga og bogfimi, skartgripagerð, spjaldvefnaður, þátttaka í uppákomum, samskipti við víkingahópa eða öðru því sem félagsmenn óska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir