Víðigerði er alvöru vegasjoppa
Guðmundur vert í Víðigerði er bjartsýnn á komandi sumar hvað ferðamennsku varðar en hann rekur þar verslun og gistiheimili. Viðskiptin aukast jafnt og þétt.
Guðmundur sem rekið hefur veitingaskálann Víðigerði í tæp tvö ár segir að fólk sem leið á í gegn um Húnavatnssýslur sé að átta sig á að það sé góður kostur að stoppa í Víðigerði og fá sér hressingu og hollan matarbita.
Guðmundur hefur mörg járn í eldinum en auk þess að reka veitingaskálann og gistiheimilið hefur hann tekið Hópið á leigu og ætlar að selja almenningi veiðileyfi en einnig er á teikniborðinu hestaferðir í samvinnu við bændur á Auðunnarstöðum. Er ætlunin að bjóða fólki upp á reiðtúra við Hópið, Vatnsdalinn og jafnvel upp á Haukadalsheiði.
Guðmundur verður í aðalviðtali í páskablaði Feykis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.