Vesgú!
Þær Lilja Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir gáfu í dag Sveitarfélaginu Skagafirði nýja og glæsilega sundlaug á Hofsósi. Það hafa örugglega vel á fjórða hundrað gestir verið viðstaddir athöfnina sem fram fór í ágætu veðri við sundlaugina nýju. Þegar Lilja afhenti Þórdísi Friðbjörnsdóttur formanni byggðarráðs lyklavöldin sagði hún: Vesgú!
Fólk var að sjálfsögðu í hátíðarskapi enda sundlaug lengi verið einn af draumum Hofsósinga og nærsveitamanna. Að athöfn lokinni bauð sveitarfélagið gestum í kaffi og meððí í Félagsheimilinu Höfðaborg þar sem fullt var út úr dyrum.
Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt teiknaði sundlaugina. Sérlegur útsendari Feykis var á staðnum og tók þessar fínu myndir sem segja meira en ansi mörg orð >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.