Vel heppnuð kynningarvika Tónlistarskólans
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
16.03.2010
kl. 09.27
Kynningarvika Tónlistarskóla Skagafjarðar fór fram dagana 8.-12. mars en hún er haldin annað hvert ár með heimsóknum í fyrirtæki og stofnanir í Skagafirði.
Markmið kynningarviku er að kynna skólann út á við og var að þessu sinni spilað á elli -og hjúkrunardeild Sjúkrahússins, Ráðhúsi bæjarins, flest öllum leikskólum héraðsins, Sauðárkróksbakaríi, Landsbankanum, KS Varmahlíð og Skagfirðingabúð. Auk þessara heimsókna voru haldnir tónfundur í öllum skólunum. Alls stunda 307 nemendur nám við skólann og er aðsókn mjög góð, en svo virðist sem tónlistinn blómstri í kreppunni. Meðfylgjandi myndir eru fengnar hjá Tónlistarskólanum.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.