VALDÍS með enn eina rós í hnappagatið
Eftir eina viku er öskudagur og þá er líklegt að Gamli Nói muni meðal annars poppa popp. Það gerir líka skagfirska söngdívan VALDÍS en hún gaf á dögunum út sitt fimmta lag, sérdeilis áheyrilegt eitís-skotið dansvænt nútímapopp, sem kallast Piece Of You.
Lagið rétt skreið reyndar inn á Vinsældarlista Rásar 2 og situr þar í 40. sæti en Bylgjan er að fíla Piece Of You og þar er lagið í 14. sæti vikuna 9. – 15. febrúar, nýtt á lista. Lagið er eftir Valdísi Valbjörnsdóttur og Anton Ísak Óskarsson en að sögn Valdísar er þetta fyrsti singullinn af væntanlegri EP plötu sem koma á út í sumar.
Það eru Jón Jónsson og GDRN sem eru á toppi beggja lista með fallegu ballöðuna sína Ef ástin er hrein.
Feykir mælir með Piece Of You og hér er hægt að hlusta >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.