Úrslit úr undankeppni Stærðfræðikeppni FNV og grunnskóla á Norðurlandi vestra
Úrslit í undankeppni Stærðfræðikeppni FNV og grunnskóla á Norðurlandi vestra liggja fyrir. Alls tóku 118 nemendur úr öllum grunnskólum á Norðurlandi vestra þátt og 16 þeirra komust í úrslit.
Grunnskólarnir sáu um fyrirlögn verkefna, en stærðfræðikennarar við FNV sáu um samningu verkefna og yfirferð þeirra. Fyrirtæki og stofnanir á Norðurlandi vestra og víðar hafa stutt myndarlega við keppnina frá upphafi og svo er einnig í ár.
Úrslitakeppnin fer fram laugardaginn 24. apríl kl. 11:00 í Bóknámshúsi FNV og verðlaunaafhending fer fram kl. 15:00 í íþróttahúsinu á sýningunni “Atvinnulíf, mannlíf og menning”. Aðstandendur keppninnar þakka öllum keppendum fyrir þátttökuna og óska sigurvegurum undankeppninnar til hamingju með árangurinn. Hér fara á eftir nöfn þeirra sem taka þátt í úrslitakeppninni þann 24. apríl:
Ágúst Gestur Guðbjargarson
Húnavallaskóli
Bjarni M. Duffid.
Grunnskóli Siglufjarðar
Erna Ósk Björgvinsdóttir
Höfðaskóli
Eygló Hrund Guðmundsdóttir
Húnaþing vestra
Hrafn Örlygsson
Grunnskóli Siglufjarðar
Indriði T. Hjaltason
Höfðaskóli
Ingvar Friðbjörnsson
Varmahlíð
Ingvar Páll Hallgrímsson
Höfðaskóli
Ísak Óli Traustason
Varmahlíð
Jón Helgi Sigurgeirsson
Varmahlíð
Karen Helga Steinsdóttir
Árskóli
Marta Laufey Árdal
Árskóli
Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir
Húnaþing vestra
Svanhildur Arna Óskarsdóttir
Varmahlíð
Unnur Jóhannsdóttir
Húnaþing vestra
Ægir Örn Arnarson
Grunnskóli Siglufjarðar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.