Undirbúningsfundur fyrir bændamarkað
Miðvikudaginn 10. júní, kl. 17, á að halda undirbúningsfund vegna fyrirhugaðs bændamarkaðs sem mun fara fram við Grettisból á Laugarbakka í sumar. Fundurinn verður í Grettisbóli.
Á fundinum verður m.a. farið lauslega yfir reglur varðandi heimaframleiðslu. Rætt verður um fyrirkomulag markaðsins, eins og opnunartíma, kostnað fyrir þátttakendur, hugmyndir um yfirbragð, og fleira sem áhugasömum dettur í hug.
Þá mun Guðrún Brynleifsdóttir segja frá verkefninu „Matarkistan Skagafjörður“, en hún hefur haldið utan um það og þróað í langan tíma.
Markaðurinn er kjörinn vettvangur til að auka tekjur, breyta til, kynna héraðið – það er mikilvægt að hann blómstri og verði sem skemmtilegastur. Nú þegar er búið að móta þetta tilraunaverkefni talsvert, en framkvæmdin stendur og fellur með þeim sem koma til að selja vörur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.