Umhverfisvöktun í Miðfirði
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.04.2010
kl. 08.15
Fyrirtækið BioPol á Skagaströnd hyggst hefja hefja vöktun á umhverfisþáttum í Miðfirði til að rannsaka hvort svæðið sé heppilegt til kræklingaræktar.
Þó verkefnið sé ekki formlega hafið fóru starfsmenn BioPol miðvikudaginn 07.04.2008 og tóku sjósýni og kíktu á aðstæður. Sjórinn er enn nokkuð kaldur á þessum slóðum (2°C) en þörungablómi virtist vera að komast af stað og var sjóndýpi víða ekki nema 4,5 metrar. Veður var með besta móti í ferðinni og ekki laust við að vorfiðringur hafi gert vart við sig þegar báturinn renndi aftur inn í höfnina þar sem menn voru farnir að bjástra við báta sína í blíðunni. Skiptstjóri í ferðinni var Ágúst Sigurðsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.