Um 200 landnámshænur drápust í eldsvoða á Tjörn
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
28.03.2010
kl. 16.24
Mbl.is segir af því að útihús brunnu til kaldra kola þannig að um tvö hundruð landnámshænur drápust í miklum bruna á bænum Tjörn á Vatnsnesi í nótt. Einn ábúandi er á bænum, en hann vaknaði að sögn lögreglunnar á Blönduósi við snark í eldinum, kom sér út úr húsinu og gerði slökkviliði viðvart.
Íbúðarhúsið skemmdist ekki af eldinum, en hlaða og fjós brunnu alveg. Auk þess skemmdist tengibygging á milli útihúsanna og íbúðarhússins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.