Torfær gönguleið um fjöruna

Fjaran fyrir neðan Sauðárkrók er mikið gengin af fólki sem nýtur útiverunnar sem og þeim sem rölta hana sér til heilsubótar. Fjaran er merkt gönguleið en hefur verið sundurgrafin á kafla undanfarið.

Margrét Albertsdóttir er ein þeirra sem gengur fjöruna reglulega sér til heilsubótar en finnst leiðin vera orðin torfarin að hluta þar sem vinnuvélar hafa verið að grafa í fjörunni og skilið eftir sig skurði og háa hóla. –Mér finnst að þeir sem eru að vinna þarna eigi að ganga frá eftir sig svo fólk komist leiðar sinnar. Þarna er um merkta gönguleið að ræða og bæklingur þess efnis gefinn út á vegum Sveitarfélagsins, Ungmennafélagsins og Heilbrigðisstofnunar, segir Margrét óhress þegar blaðamaður hitti hana fyrr í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir