Tónleikar í dag

Suzukihópur Tónlistarskóla Skagafjarðar

Tónleikar verða haldnir sunnudaginn 14. júní kl 14 í Menningarhúsinu Miðgarði. 

 

 

Þar munu koma fram suzukinemendur sem leika á fiðlur, víólur og selló.

 

Stjórnendur eru: Ewa Tosik, Diljá Sigursveinsdóttir, Guðrún Þórarinsdóttir, Ásdís Arnardóttir og Kristín Halla Bergsdóttir. 

Píanóleikari er Jóhanna Marín Óskardóttir.

Listrænn stjórnandi er Kristín Halla Bergsdóttir.

 

Spiluð verður kammermúsík og hópasamspil.  Efnisskráin er úr ýmsum áttum, lífleg og skemmtilegt.

 

Tónleikarnir eru afrakstur sumarnámskeiðs sem haldið er núna um helgina í Varmahlíð.  Þar taka 37 börn og unglingar þátt, frá Skagafirði, Akureyri, Reykjavík, Kópavogi og suðurlandi.  Nemendurnir æfa frá föstudegi en námskeiðinu líkur á sunnudeginum með tónleikum.  Fjöldi foreldra og systkina fylgja nemendunum á násmskeiðið og öruggt er að nú er líf og fjör í skólanum í Varmahlíð.

 

Styktaraðilar námskeiðisins eru Akrahreppur, Kaupfélag Skagfirðinga, Sparisðjóður Skagafjarðar og Menningarráð NV.

 

Aðgangur er ókeypist og við vonumst til að sjá sem flesta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir