Tónleikar Draumaradda í vikunni
Draumaraddir norðursins verða með tvenna tónleika í Húnaþingi um páskana, Hvammstangakirkju og Hólaneskirkju.
Tónleikarnir í Hvammstangakirkju verða haldnir þriðjudaginn 30. mars kl. 17:00 og í Hólaneskirkju á Skagaströnd, miðvikudaginn 31. mars kl. 17:00
Miðaverð er kr. 1500 fyrir fullorðna og kr. 800 fyrir grunnskóla nemendur.
Draumaraddir norðursins er samstarfsverkefni þriggja söng- og tónlistarskóla, þ.e.; Söngskóla Alexöndru í Skagafirði og Tónlistarskóla Austur og Vestur Húnavatnssýslu.
Stjórnandi er Alexandra Chernyshova og undirleikari Elínborg Sigurgeirsdóttir
Verkefni fékk styrk frá Menningarráði NV og Minningarsjóði um hjónin frá Garði og Vindhæli
HÉR er hægt að sjá myndband frá verkefninu og ljósmyndir er hægt að sjá HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.