Tindastóls/Neista-stúlkur unnu Völsung

Stelpurnar í Tindastóli léku þrjá leiki í Norðurlandsmóti fyrir skömmu og lönduðu einum sigri gegn Völsungi en fengu skell á móti Draupni. Leikið var í Boganum á Akureyri.

  • Í öðrum leik liðsins í Norðurlandsmótinu mætti Tindastóll/Neisti liði Völsungs, en sá leikur var leikinn fimmtudaginn 1.apríl.  Óhætt er að segja að Völsungsgrýlan hafi verið kveðin niður, því að okkar stúlkur unnu sanngjarnan 2-1 sigur. 
  • Byrjunarliðið var:
    Kristín Halla, Elín, Sunna Björk, Elísabet, Guðný, Kristveig, Rakel, Rabbý, Gyða, Ólöf og Anna Sif.
  • Fyrsta mark leiksins skoraði Þóra Rut í upphafi síðari hálfleiks.  Rabbý kom með góða stungu sendingu inn fyrir vörn Völsungs og Þóra lyfti boltanum skemmtilega yfir markmanninn.  Virkilega vel útfært mark frá a-ö.
  • Annað mark Tindastóls/Neista í leiknum kom um miðjan hálfleikinn.  Þóra Rut kom með góða fyrirgjöf utan af hægri kantinum.  Gyða átti misheppnað skot að markinu sem rataði beint fyrir fætur Önnu Sifjar sem lagði boltann í markið.  Staðan orðin 2-0 fyrir Tindastóli/Neista.
  • Völsungur minnkaði svo muninn ca. 10 mínútum fyrir leikslok og urðu það lokatölur leiksins, 2-1 fyrir Tindastóli/Neista.
  • Skiptingar:
  • Í hálfleik komu inn á Fríða Rún, Þóra Rut og Laufey fyrir Elínu, Ólöfu og Rakel.
  • Á 70 mínútu komu Sigríður og Bryndís inn fyrir Sunnu Björk og Gyðu.
  • Leikurinn gegn Draupni
  • Síðasti leikur Tindastóls/Neista var síðan gegn Draupni, föstudaginn 2.apríl.
  • Byrjunarliðið var:
  • Kristín Halla, Sjöfn, Elísabet, Snæja, Guðný, Bjarnveig, Kristveig, Rabbý, Karen, Gyða og Brynhildur.
  • Það er lítið um leikinn að segja en hann tapaðist 5-0 en þetta var þriðji leikurinn á þremur dögum og hann bar þess merki að stúlkurnar okkar voru orðnar þreyttar.  Draupnir var í fríi daginn áður.
  • Skiptingar:
  • Í hálfleik komu inn á Elín, Þóra og Sunna Dís fyrir Sjöfn, Karen og Gyðu.
  • Á 70 mínútu komu Rakel, Ingibjörg og Bryndís inn fyrir Rabbý, Brynhildi og Snæju.
  • Skemmtileg staðreynd er að í þessum þremur leikjum voru notaðar 28 stúlkur hjá Tindastóli/Neista.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir