Tindastóls/Neista-stúlkur biðu ósigur í fyrsta leik í Norðurlandsmótinu
Fyrsti leikurinn í Norðurlandsmótinu hjá m.fl.kvenna fór fram í gær miðvikudaginn 31.mars, í Boganum á Akureyri. Leikið var við Þór/KA.
Byrjunarlið Tindastóls/Neista var: Kristín Halla, Fríða Rún, Sandra, Sunna Björk, Brynhildur, Snæbjört, Sjöfn, Laufey, Þóra Rut, Halla Mjöll og Karen Inga.
Þór/KA komst yfir á 6 mínútu. En Þóra Rut jafnaði leikinn 10 mínútum síðar með glæsilegu skoti utan af hægri kanti, efst upp í markhornið. Þór/KA komst svo í 2-1 rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Þannig var staðan eftir fyrri hálfleik. Tindastóls/Neista liðið átti afbragðsgóðan fyrri hálfleik og voru mjög óheppnar að vera undir. En í síðari hálfleik fór að draga af okkar stúlkum og lokatölur leiksins voru 5-1 fyrir Þór/KA. Tapið var of stórt miðað við gang leiksins. Fín frammistaða hjá stúlkunum.
Sandra fór meidd af velli eftir 10 mínútur og inn á fyrir hana kom Bjarnveig Rós. Sunna Björk fór af velli á 60. mínútu og inn fyrir hana kom Helga Þórsdóttir. Sjöfn, Karen Inga og Þóra Rut fóru af velli á 70 mínútu og inn fyrir þær fóru Sara Líf, Sara Rut og Ólöf.
Leikið verður við Völsungsstelpur kl. 17 í dag og gegn Draupni á morgun. Allir leikir fara fram í Boganum á Akureyri
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.