Tindastólsmerkinu líkt við þreföldu tána
Á vefnum Gullvagninum sem er samstarfsverkefni nokkurra einstaklinga sem vilja mynda mótvægi við einhæfa sýn hefðbundnu fjölmiðlanna á samfélagið er merki Tindastóls gert að umræðuefni og það líkt við þreföldu tána eða “Triple Tau” sem er æðsta tákn hinnar Konunglegu Bogagráðu.
Í þessari athugun Gullvagnsmanna er sagt að merkið sé í raun þrír þríhyrningar, tveir benda niður og einn upp og er sá innan hinna tveggja. Að auki er furðulegt T skrifað yfir tvo af þessum þríhyrningum, en endapunktar Tésins eru örvar eða þríhyrningar út af fyrir sig. Hins vegar er sagt á síðunni að sé merkinu snúið við líkist það þýðingamesta tákni frímúrara sem hefur náð annaðhvort 7. stigi í York siðnum eða 13. stigi skoska siðarins.
Ekki skal sagt hér hvort Guðjón heitinn Ingimundarson hönnuður Tindastólsmerkisins hafi verið í Frímúrarareglunni og haft Þreföldu tána sem fyrirmynd þegar hann bjó til merki Ungmennafélagsins en engu að síður er þetta forvitnileg pæling á tímum samsæringskenninga.
Sjá umfjöllun Gullvagnsins HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.