Þurrt og sæmilega bjart en rigning með köflum

Það verður mikið um að vera um helgina og eins og veðrið er í dag lítur helgin ekki alltof vel út. Eða hvað. Feykir.is hafði samband við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing og fékk hann til þess að spá aðeins í helgarveðrið. Útkoman, ekki svo slæm.
Í Skagafirði og Húnaþingi lítur út fyrir að það verði alveg þurrt og sæmilega bjart fram yfir miðjan laugardag, reyndar dálítið svalt til að byrja með en það hlýnar á laugardag með sunnan golu. Hitinn þetta 11-15 stig um miðjan dag á laugardag  Hins vegar mun eitthvað rigna síðdegis á laugardag og þó einkum um kvöldið og nóttina um leið og úrkomuskil fara norðaustur yfir.
Á Sunnudag snýst heldur til suðvestanáttar og gera má ráð fyrir nokkrum blæstri eða 5-10 m/s.  Einhverjar skúraleiðingar þá, en í Skagafirði ætti að verða að mestu þurrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir