Þórólfur á ekki Kaupfélagið
Á heimasíðu FISK-Seafood hf. kemur fram að félagið hefur óskað eftir því við Stöð 2 að koma á framfæri leiðréttingu á frétt sem var í fréttatíma stöðvarinnar, miðvikudagskvöldið 24.mars 2010.
Í fréttini er látið að því liggja varðandi eignarhald í FISK-Seafood hf. að það sé á höndum eins manns Þórólfs Gíslasonar. Hið rétta er að Kaupfélag Skagfirðinga er eini eigandi FISK-Seafood hf. . Eigendur Kaupfélags Skagfirðinga eru um 1.500 félagsmenn sem allir hafa jafnt atkvæðavægi á fundum félagsins og félagið því í raun í eigu íbúa héraðsins. Allir íbúar héraðsins, sem þess óska og orðnir eru 14 ára gamlir geta gerst félagar í Kaupfélagi Skagfirðinga með 100 kr. greiðslu og öðlast með því jafnan rétt á við þá sem fyrir eru í félaginu og þar með orðið þátttakendur í fjölbreyttri atvinnustarfsemi KS og meðal annars í íslenskum sjávarútvegi. Afnota- og nýtingarréttur að auðlindum sjávar til lengri tíma eru því fyrirtækinu, starfsmönnum þess og öllum íbúum Skagafjarðar mjög mikilvægur og fara þar hagsmunir fyrirtækisins,starfsmanna þess og íbúa héraðsins algjörlega saman.
/FiskSeafood.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.