Þórir tímabundið fjármálastjóri á Blönduósi
Þórir Sveinsson hefur tekið tímabundið við starfi fjármálastjóra Blönduósbæjar í stað Valgerðar Hilmarsdóttur sem er í fæðingarorlofi.
Þórir er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Þórir var fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar 1991-2007, fjármálastjóri Veðurstofu Íslands 2008, í MPA-námi (opinber stjórnsýsla) janúar-maí 2009. Stjórnarmaður í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga,
m.a. í Launanefnd sveitarfélaga sem fulltrúi Vestfirðinga. Á heimasíðu Blönduóbæjar kemur fram að áhugamál Þóris á sumrin séu sjóstangaveiði innanlands og erlendis en á veturna sé bridge aðaláhugamálið.
Þá hóf Erla Gunnarsdóttir störf að nýju hjá Blönduósbæ þann 1. júní eftir eins árs fjarveru í fæðingarorlofi. Bryndís Sigurðardóttir sem starfaði í hennar forföllum hefur látið af störfum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.