Þóranna Ósk og Sigurður Arnar á leið á Smáþjóðameistaramótið
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
29.05.2018
kl. 08.16
Frjálsíþróttasamband Íslands og Íþrótta- og afreksnefnd hafa valið þá íþróttamenn sem sendir verða til keppni á Smáþjóðameistaramótinu sem fram fer í Liechtenstein 9. júní. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS verður meðal þátttakenda í hástökki og Sigurður Arnar Björnsson verður í þjálfarateymi Landsliðsins.
Á heimasíðu FRÍ kemur fram að alls eru það 18 þjóðir sem taka þátt og um 250 íþróttamenn keppa í 11 greinum á einum degi. Mótið er mun smærra í sniðum en hefðbundnir Smáþjóðaleikar sem eru annað hvert ár en engu að síður kærkomið tækifæri til að keppa á alþjóðlegum vettvangi.
Sjá nánar HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.