Þekkingarsetur á Hvammstanga

Undirbúnings og kynningarfundur vegna stofnunar Þekkingarseturs á Hvammstanga verður haldinn í kvöld, mánudagskvöldið 8. júní og hefst kl 20:30. Fundurinn verður haldinn í Fjarnámsstofunni að Höfðabraut 6.

Þekkingarsetur vísar til samstarfs fyrirtækja, háskóla, rannsóknastofnana og stuðningskerfis atvinnulífsins um rannsóknir, þróun og nýsköpun, t.d. í þágu félagslegra-og efnahagslegra framfara.

Hlutverk Þekkingarseturs getur  m.a falist í eftirfarandi;
•         Að vera vettvangur og uppspretta hugmynda sem leitt geta til nýsköpunar eða annarra framfara.

•         Að standa fyrir og halda utan um nám á framhaldsskóla eða háskólastigi í dreifðari byggðum.

•         Að beita sér fyrir eflingu frumkvöðlastarfsemi.

•         Að skapa skilyrði til rannsóknarstarfsemi.

•         Standa fyrir viðburðum s.s námskeiðum og ráðstefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir