Þekking - leiðin til lífsgæða!

Málþing um þekkingarstarfsemi og rannsóknir hjá stofnunum og fyrirtækjum í Sveitarfélögunum Hornafirði og Skagafirði verður haldið í Verinu á Sauðárkróki, í dag 18. mars frá kl. 17.00-18.30

.

Dagskrá fundarins hefst á því að Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar setur þingið.

Leiðin til lífsgæða - Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Þekkingarstarfsemi á starfssvæði sveitarfélaganna - Kynning á fjölbreyttri þekkingarstarfsemi, m.a. í tengslum við Nýheima á Höfn og Verið Vísindagarða á Sauðárkróki. Fulltrúar frá Fræðasetri Háskóla Íslands, Matís, FISK Seafood, Háskólanum á Hólum, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Verinu Vísindagörðum flytja stutt erindi.

Í kjölfar erinda verður undirrituð viljayfirlýsing um aukið samstarf á sviði þekkingarstarfsemi innan vébanda sveitarfélaganna og málþinginu svo slitið með kaffispjalli.

Fundarstjóri: Herdís Sæmundardóttir, fræðslustjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Allir hjartanlega velkomnir!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir