Tengslanets kvenna í undirbúningi

Þann 19. júní nk. er boðað til undirbúningsfundar að stofnun Tengslanets kvenna á Norðurlandi vestra. Hann verður haldinn í Textílsetri Íslands, en eins og kunnugt er, er það til húsa í Kvennaskólanum á Blönduósi.

Á fundinum, sem hefst kl. 20:30, verður farið yfir aðdragandann að stofnun slíks nets á svæðinu og meðal annars verða kynntar niðurstöður úr netkönnun, sem lögð var fyrir allmargar konur í vor. Reiknað er með að á þessum fundi verði kosinn undirbúningshópur, sem muni boða til formlegs stofnfundar í haust.

Nokkuð er liðið frá stofnun Tengslanets kvenna á Austurlandi og er ekki síst litið til þess um fyrirmynd. Fulltrúar þess verða sérstakir gestir fundarins og munu segja frá sinni reynslu og gefa góð ráð.

Að þessum undirbúningsfundi standa, auk Vaxtarsamnings Norðurlands vestra, SSNV Atvinnuþróun og Vinnumálastofnun - Atvinnumál kvenna. Allar áhugasamar konur á Norðurlandi vestra eru hvattar til að mæta á fundinn og taka þátt í undirbúningi að stofnun tengslanetsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir