Tengslanet kvenna á Norðurlandi vestra
Það ríkti góður andi í Kvennaskólanum á Blönduósi sl. föstudagskvöld þar sem konur á Norðurlandi vestra hittust til að ræða og undirbúa stofnun Tengslanets. Á fundinn komu gestir frá Tengslaneti Austfirskra kvenna og sögðu frá blómlegri starfsemi þess en það tengslanet hefur nú verið starfandi um þriggja ára skeið með góðum árangri.
Þrátt fyrir miklar annir og ýmsa viðburði á svæðinu var góð mæting og fjölmargar konur sendu einnig skeyti til fundarboðenda þar sem áhuga var lýst á þátttöku í Tengslanetinu.
Á fundinum var skipaður undirbúningshópur sem vinna mun að nánari undirbúningi en áætlað er að formlegur stofnfundur verði haldinn í september næstkomandi.
Í undirbúningshópnum eru:
Ásta Jóhannsdóttir, Hvammstanga
Jensína Lýðsdóttir, Skagaströnd
Guðrún Sighvatsdóttir, Sauðárkróki
Katrín María Andrésdóttir, Sauðárkróki mun starfa með hópnum fyrir hönd fundarboðenda, sem voru Vaxtarsamningur SSNV, Vinnumálastofnun – Atvinnumál kvenna og SSNV-Atvinnuþróun.
KMA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.