Tár, bros og takkaskór

Þessi svipur segir allt sem segja þarf um Smábæjarleikana um helgina. Hverju marki var fagnað með tilþrifum.

Tár, bros og takkaskór er lýsing á Smábæjarleikunum sem fram fóru við frábærar aðstæður nú um helgina. Um 800 börn mættu til leiks og var á laugardag spiluð knattspyrna frá morgni til kvölds og endaði dagurinn á glæsilegri kvöldvöku þar sem félagarnir Gunni og Felix skemmtu viðstöddum.

Svolítið ringdi á laugardagskvöldið en báða keppnisdagana var hið besta veður og héldu mótsgestir heim á leið rjóðir í kinnum. Á sunnudag voru síðustu leikir í riðlum og síðan var leikið til úrslita. Gullmörk og spenna einkenndu sunnudaginn og gaman að því hve leikgleði barnanna var mikil. Oft á tíðum var hún meiri en hjá feðrunum sem lifðu sig inn í sigra og ósigra en krakkarnir voru öll sigurvegarar eftir hvern og einn leik saman hvernig leikurinn fór. Þó féllu nokkur tár enda spennan mikil. Þá átti hver leikmaður sína tegud af fagni og var hverju marki fagnað ákaft, hlaupið um völlinn, kastað sér niður og félagsmerkið kysst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir