Sunnanblær færir okkur vorið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.04.2010
kl. 08.15
Eftir hreinræktað páskahret má gera ráð fyrir því að sunnanblærinn færi okkur vorið næstu dagana en spáin gerir ráð fyrir sunnan 5-10 m/s og skýjuðu með köflum, en lítilsháttar slyddu um tíma kringum hádegi.
Suðaustan 8-13 og fer að rigna á morgun. Hlýnandi veður og hiti 2 til 7 stig seinni partinn.
Snjór er þó ekki alls staðar farinn af vegum og því má gera ráð fyrir hálku og slabbi meðan vorið dembir sér yfir okkur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.