Sundlaugin Hofsósi opnuð á laugardaginn

Ný og glæsileg sundlaug í Hofsósi verður formlega tekin í notkun laugardaginn 27. mars og hefst dagskráin kl. 14:00 í sundlauginni. Grunnskólabörn í Hofsósi munu taka laugina í notkun með aðstoð Ragnheiðar Ragnarsdóttur, sundkonu ársins og tvöföldum Ólympíufara.

Sveitarfélagið Skagafjörður býður svo öllum í kaffi í Höfðaborg að lokinni athöfninni við sundlaugina, eða um kl. 15:00.

Það eru þær Lilja Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir athafnakonur sem gáfu íbúum á Hofsósi sundlaugina á kvenréttindadaginn 19. júní árið 2007. Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt teiknaði sundlaugina en innifalið í gjöfinni er vegleg þjónustumiðstöð.

Sérlegur ljósmyndari Feykis var á ferðinni í Hofsósi í gær og tók nokkrar myndir inni í þjónustumiðstöðinni en verið var að ljúka frágangsvinnu og fara yfir málin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir