Sundlaugin á Hofsósi opnuð á morgun
feykir.is
Skagafjörður
26.03.2010
kl. 08.52
Ný og glæsileg sundlaug á Hofsósi verður formlega tekin í notkun laugardaginn 27. mars nk en laugin er gjöf frá þeim Lilju Pálmadóttir Hofi og Steinunni Jónsdóttir Bæ.
Dagskráin hefst kl. 14:00 við sundlaugina. Grunnskólabörn á Hofsósi munu taka laugina í notkun með aðstoð Ragnheiðar Ragnarsdóttur, sundkonu ársins og tvöföldum ólympíufara.
Sveitarfélagið Skagafjörður býður svo öllum í kaffi í Höfðaborg að lokinni athöfninni við sundlaugina, eða um kl. 15:00.
Sundlaugin verður opin til kl. 18:00 á laugardaginn og frá kl. 14:00-18:00 á sunnudaginn.
Báða dagana verður frítt í sund fyrir alla.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.