Styttist í úrslitakeppnina hjá unglingaflokki
Unglingaflokkur karla sem vann sér sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins fyrir skömmu, mun keppa í henni í Smáranum helgina 24.-25. apríl n.k.
Andstæðingar strákanna verða Njarðvíkingar sem urðu efstir í deildarkeppni unglingaflokks, með jafnmörg stig og Haukar en betri stöðu í innbyrðisviðureignunum. Í þriðja sæti varð lið Vals og okkar menn urðu síðan í fjórða sæti.
Strákarnir spila við Njarðvíkinga kl. 18.30 laugardaginn 24. apríl og í hinni viðureigninni eigast við Haukar og Valur. Sigurvegarar þessara leikja keppa síðan til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn sunnudaginn 25. apríl kl. 18.00.
Feykir sendir strákunum baráttukveðjur með von um að þeir undirbúi sig af kappi fyrir úrslitakeppnina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.