Stórslysi afstýrt

Farið að öllu með gát

SLökkviliðsstjórinn skoðar aðstæður
SLökkviliðsstjórinn skoðar aðstæður

Mildi þykir að ekki varð úr stórslys er mótsgestur á Smábæjarleikunum á Blönduósi sat í tjaldi sínu við að hita kaffi. Eitthvað hafði gasleiðslan úr kúti og í prímus ekki verið rétt fest og því fór eldur frá prímusnum og niður leiðsluna og í átt að gaskútnum.

Kalt vatnið var látið buna á gaskút og prímus.

Tjaldgesturinn var fljótur að átta sig á hættunni, greip prímusinn og kútinn og hljóp með það út úr tjaldinu og út á grasið fyrir utan. þar var nýlegar búið að tyrfa svo hægt var að rífa upp þökur og skella þeim yfir allt saman. Slökkviliðið var kallað á vettvangt og tók það vaska slökkviliðsmenn á Blönduósi ekki nema örfáar mínútur að kæla gaskútinn og afstýra hættu.
Tjald við tjald var á tjaldstæðinu á Glaðheimum á Blönduósi um helgina en um 800 börn dvöldu á Blönduósi yfir helgina ásamt foreldrum sínum og í sumum tilfellum líka öfum og ömmum.

Tjaldeigandinn að vonum í uppnámi útskýrir fyrir lögreglu hvað gerst hafði.

 

EIns og sjá má verður þessi útilegubúnaður ekki notaður í bráð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir