Sterkt mót Léttfeta
Léttfeti hélt félagsmót og úrtöku fyrir fjórðungsmót í gær á keppnisvæði sínu Fluguskeiði við Flæðigerði. Mótið var sterkt og glæsileg hross sem verða væntanlegir fulltrúar Léttfeta á Fjórðungsmóti á Kaldármelum seinna í sumar.
Miðað við einkunnir mótsins má ætla að keppendur Léttfeta eigi eftir að blanda sér í toppbaráttuna á Kaldármelum en úrslit voru eftirfarandi:
A-flokkur - Úrslit
1. Djásn frá Hnjúki – Bjarni Jónasson 8,54
2. Háttur frá Þúfum – Mette Mannseth 8,46
3. Frami frá Íbishóli – Magnús Bragi Magnússon 8,35
4. Umsögn frá Fossi - Jón William Bjarkason 8,34
5. Dögg frá Íbishóli – Magnús Bragi Magnússon 8,16
B-flokkur - Úrslit
1. Komma frá Garði – Bjarni Jónasson 8,80
2. Happadís frá Stangarholti – Mette Mannseth 8,68
3. Kolbeinn frá Sauðárkróki – Julia Stefanie Ludwiczak 8,47
4. Glymur frá Stóra-Sandfelli 2 – Hafdís Arnardóttir 8,36
5. Blængur frá Húsavík – Björn Jónsson 8,31
Barnaflokkur - Úrslit
1. Spá frá Ytra-Skörðugili – Hlynur Óli Haraldsson 8,23
2. Stjarna frá Lindarbrekku – Guðmar Freyr Magnússon 8,13
3. Brák frá Sléttu – Hólmfríður Silvía Björnsdóttir 7,86
4. Gormur frá Ytri-Löngumýri – Fríða Ísabel Friðriksdóttir 7,79
5. Gáta frá Miðfelli – Þorgerður Bettina Friðriksdóttir 7,52
Unglingaflokkur - Úrslit
1. Aron frá Eystri-Hól – Bryndís Rún Baldursdóttir 8,52
2. Þristur frá Sólheimum – Hulda Björk Haraldsdóttir 8,31
3. Seiður frá Kollaleiru – Bjarney Anna Bjarnadóttir 8,21
4. Tengill frá Hofsósi – Lydía Ýr Gunnarsdóttir 8,14
5. Kristall frá Garði – Steindóra Ólöf Haraldsdóttir 8,06
Ungmennaflokkur - Úrslit
1. Sýn frá Gauksstöðum – Egill Þórir Bjarnason 8,35
2. Þyrill frá Hólkoti – Svala Guðmundsdóttir 8,27
3. Hákon frá Hafsteinsstöðum – Skapti Ragnar Skaptason 8,20
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.