Stelpurnar með silfur á Íslandsmóti
Stelpurnar í minniboltanum gerðu heldur betur góða fyrir suður um helgina, en þær kepptu í úrslitamóti Íslandsmótsins í Keflavík. Stelpurnar unnu þrjá leiki og töpuðu aðeins fyrir heimastúlkum í Keflavík, sem urðu Íslandsmeistarar. Unglingaflokkur karla sigraði ÍR örugglega, 10. flokkur drengja vann þrjá leiki í B-riðli en á brattann var að sækja hjá 7. flokki stráka.
Mótherjar stelpnanna voru Keflavík, Fjölnir, KR og ÍR. Á laugardag unnu þær Reykjavíkurliðin KR og ÍR, sunnu svo Fjölni á sunnudag en töpuðu fyrir sterku liði Keflavíkur. Þetta er frábær árangur hjá stelpunum og eiga þjálfari þeirra, Hrafnhildur Sonja Kristjánsdóttir og aðstandendur, mikið hrós skilið fyrir starfið í vetur. Árangurinn hefur verið stigvaxandi. Liðið hóf leik í haust í C-riðli og vann hann í fyrsta móti. Þær urðu svo í öðru sæti í annarri umferðinni í B-riðli, á eftir Fjölni sem þær sigruðu nú og í þriðju umferðinni unnu þær B-riðilinn. Sannarlega frábær árangur og nú er bara að undirbúa sig vel fyrir næsta tímabil og gera þá harða atlögu að titlinum.
Unglingaflokkur sigraði ÍR-igna örugglega í Síkinu á laugardag 96-67. Gestirnir héngu í okkar mönnum fram eftir leik en svo skildu leiðir og öruggur sigur vannst. Með þessum sigri komst unglingaflokkur upp í fjórða sætið og þar með í úrslitakeppnina sem hefst í apríl. Andstæðingar þeirra verður lið Njarðvíkur.
7. flokkur drengja keppti í Njarðvík í B-riðli. Strákarnir töpuðu öllum leikjunum þrátt fyrir mikla baráttu. Liðið er mjög efnilegt með stóran leikmannahóp sem hugsa þarf vel um og koma þeim aftur á sigurbraut á næsta tímabili.
10. flokkur drengja vann þrjá leiki af fjórum í B-riðli. Góður árangur hjá þeim m.a. þegar tekið er tillit til þess að aðeins þrír leikmanna liðsins eru í 10. bekk. Strákarnir í 9. flokki leggja þeim lið og úr verður mjög skemmtilegt lið
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.