Spaðadeild stofnuð innan Tindastóls

 Fráfarandi stjórn á fundinum. Jón Daníelsson, Magnús Helgason, Gunnar Gestsson, Elínborg Svavarsdóttir og Kristjana Jónsdóttir. Aðalfundur Tindastóls var haldinn í síðustu viku á Kaffi Krók.  Vel var mætt og var meðal annars samþykkt stofnun spaðadeildar Tindastóls sem gerir þeim sem vilja keppa í greinum eins og badminton, borðtennis eða skvassi að keppa undir merkjum félagsins.

Auk hefðbundinna aðalfundastarfa var tilkynnt um kjör á Íþróttamanni Tindastóls 2009 og kom hann í hlut Ísaks Einarssonar.  En aðrir sem hlutu tilnefningu til Íþróttamanns Tindastóls 2009 voru Aðalsteinn Arnarson, Gauti Ásbjörnsson, Hugrún Magnúsdóttir  og Sunneva Jónsdóttir.

Jóhann Sigmarsson hlaut starfsbikarinn sem veittur er fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.  Bikarinn var gefinn af Ómari Braga Stefánssyni á 100 ára afmæli félagsins.

Sigurbjörn Bogason færði fyrir hönd Sparisjóðs Skagafjarðar félaginu 1,5 mkr. styrk sem fer til barna og unglingastarfs deildanna.

Gunnar Þór Gestsson var einróma endurkjörinn formaður félagsins.
Kristjana Jónsdóttir fór úr stjórn en í hennar stað kom Bertína Guðrún Rodriguez.  Aðrir í stjórn eru Elínborg Svavarsdóttir, Jón Daníel Jónsson og Magnús Helgason.

Þá var veittur styrkur úr minningarsjóði um Rúnar Inga Björnsson og hlutu að þessu sinni styrk 3. flokkur karla vegna æfinga og keppnisferðar og Svava Rún Ingimarsdóttir vegna þátttöku í mótum í nafni UMF Tindastóls.
Allar deildir Tindastóls hafa í dag jákvæða eiginfjárstöðu þrátt fyrir erfitt tíðarfar en vel er í dag haldið utanum fjármuni félagsins og rekstur.

Ítarlegri fundargerð og reikninga félagsins og einstakra deilda má finna á heimasíðu Tindastóls www.tindastoll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir