Söngveisla í lok vetrar – stórtónleikar í Miðgarði

Alexandra Chernyshova, sópran og Kristján Jóhannsson, tenór verða með tónleika á síðasta degi vetrar í Miðgarði. Auk þeirra koma fram Stúlknakór Söngskóla Alexöndru og Tom R. Higgerson píanóleikari. Efnisskrá tónleikanna verður mjög fjölbreytt og skemmtileg og ætti enginn að láta þessa tónleika fram hjá sér fara.

Kristján Jóhannsson

Kristján Jóhannsson hefur skapað sér sess sem einn allra fremsti dramatíski tenór okkar tíma. Kristján, sem kominn er af mikilli tónlistarfjölskyldu, hóf söngnám um tvítugt við Tónlistarskóla Akureyrar hjá Sigurði Demetz. Hann fór síðan til Ítalíu til frekara náms í Conservatorio Nicolini í Piacenza hjá Gianni Poggi. Hann sótti síðar einkatíma hjá þekktum listamönnum, eins og raddþjálfaranum Ettore Campogalliani og tenórnum Feruccio Tagiliavini og tileinkaði sér þar hinn sanna ítalska söngstíl.

Kristján þreytti frumraun sína á óperusviðinu árið 1980 í Osimo Teatro Piccola í Feneyjum í óperunum Il Tabarro og Gianni Schicci eftir Puccini og vakti fljótlega athygli stærri óperuhúsa í Bretlandi og Ítalíu. Kristján hefur sungið öll helstu hlutverk ítölsku óperubókmenntanna og eru hlutverkin orðin á fimmta tug. Hann hefur sungið í öllum helstu óperuhúsum heims, eins og Metropolitan-óperunni, Lyric Opera í Chicago,  Baltimore-óperunni, Teatro alla Scala, Teatro dell Opera Roma, Maggio Musicale í Flórens, Teatro San Carlo í Napoli,  ríkisóperunni í Vín, konunglegu óperunni í Covent Garden, Arena di Verona, Carnegie Hall í New York, nýju þjóðaróperunni í Peking, í München, Berlín, Hamborg, Frankfurt, Seúl, Tókyó, Zürick, Bologna, París, Tel Aviv, Varsjá og Zagreb.

Alexandra Chernyshova

Alexandra Chernyshova er fædd í Kiev, Úkraínu árið 1979. Hún lauk tónlistarskóla, píanónámi, árið 1993. Þaðan fór hún í söngnám í tónlistarháskólanum  Glier í Kíev, því námi lauk árið 1998. 1997 söng Alexandra sitt fyrsta  aðalhlutverk í óperunni í Kiev, Ivasik Telesik(strák) þá 18 ára gömul,  í operuni Zerbakov. Frá árinu 1998 til 2000 söng hún sem einsöngvari með Úkraínsku sinfóníuhljómsveitinni í útvarpi í Kiev. Í apríl, árið 2002, var Alexandra valin besta nýja óperuröddin í keppninni “Nýtt nafn í Úkraínu”. Síðar það ár tók hún þátt í alþjóðlegri keppni óperusöngvara í Grikklandi, Rhodes og hafnaði þar í fjórða sæti, yngst keppenda. Frá árinu 1999 til 2003 stundaði Alexandra söngnám í söng akademíunni Nezdanova, Odessu / Úkraínu, kennari hennar þar og um leið yfirkennari söngdeildar var prófessor Galina Polivanova. Á þessum árum hefur hún sungið m.a. í óperustúdíóinu í Odessa með sinfóníuhljómsveit. Frá janúar 2003 var Alexandra fastráðin sem einsöngvari í óperunni í Kiev. Samhliða því starfið hún sem einsöngvari með frægum landskarlakór í Úkraínu, Boyan.

Í lok október 2003 fluttist Alexandra til Íslands. Alexandra hefur haldið rúmlega þrjátíu einsöngstónleika hér á Íslandi, sungið með Karlakórunum Heimi og Hreim, gaf út sinn fyrsta geisladisk árið 2006. Síðar það ár stofnaði hún Óperu Skagafjarðar sem setti síðan upp óperuna La Traviata 2007/2008, Alexandra söng hlutverk Violettu. Ópera Skagafjarðar frumsýndi Rigoletto 21. maí í Skagafirði. Ópera Skagafjarðar hefur gefið út tvo geisladiska, annars vegar tónleika útgáfu með völdum lögum úr La Traviata og hins vegar perlur úr Rigoletto. Alexandra setti upp og sýndi í samstarfi við Michael J. Clarke - baritón, Daníel Þorsteinsson – píanó og Aðalstein Bergdal – leikstjóra tvær stuttar óperur síðasta haust – The Telephone og Biðin.

Alexandra er listarænn stjórnandi Óperu Skagafjarðar og kórstjóri óperukórsins. Alexandra stofnaði Söngskóla Alexöndru í byrjun árs 2008, skólinn er starfræktur í Skagafirði og eru 35 nemendur í söng og/eða píanónámi. Söngskóli Alexöndru er í samvinnuverkefni með tónlistarskólum Austur og Vestur Húnavatnssýslu um verkefnið „Draumaraddir norðursins“, Alexandra er listrænn stjórnandi verkefnisins og kórstjóri Stúlknakórs Norðurlands vestra. Alexandra gaf út síðasta vor geisladiskinn „Draumur“, romantískt lög eftir Sergei Rachmaninov er hann annar geisladiskur Alexöndru. Jónas Ingimundarson er undirleikari á diskinum. Árni Bergmann þýddi ljóðin á disknum yfir á íslensku. Alexandra fékk úthlutað listamannalaunum í sex mánuði á síðasta ári. Á þessu ári er fyrirhuguð útgáfa á geisladiski með eigin lögum í bland við önnur þekkt klassísk/popp verk. Ýmsar upplýsingar um Alexöndru og hennar verkefni er að finna á www.dreamvoices.is

Söngskóli Alexöndru

·         Nemendur söngkólans gerðu fallegt prógramm í Villa Nova með Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu * Ævi og störf Sigvalda Kaldalóns * vorið 2008

·         haust 2008 - tóku nemendur skólans þátt í uppfærslu á óperunni * Rigoletto * eftir G. Verdi með Óperu Skagafjarðar.

·         vetur / vor 2008-2009 - Stúlknakór Söngskólans tók þátt í Draumaröddum Norðursins sem hélt ferna tónleika vorið 2009 á Norðurlandi vestra.

·         vor 2009 - söngnemendur gerðu tónleikaprógramm í Villa Nova í tilnefni að alþjóðadegi kvenna 8. mars.

·         haust 2009 - Stúlknakórnum boðið að syngja i Miðgarði á þremur tónleikum Frostrósa.

·         haust 2009 - Stúlknakórinn tók þátt í Draumaröddum Norðursins sem hélt fjóra jólatónleika á Norðurlandi vestra.

·         vor 2010 - söngnemendur tóku þátt í Uppskeruhátið tónlistarskóla á Akureyri.

·         vor 2010 - tónleika í Húsi Frítímans í tilnefni að alþjóðadegi kvenna 8. mars.

·         vor 2010 - Stúlkankórinn tók þátt í Draumaröddum Norðursins á tveimum páskatónleikum á Hvammstanga og Skagaströnd.

·         ýmis verkefni Söngskólans er að finna á www.youtube.com/alexandrachernyshova
Miðaverð kr. 2100

Miðapantanir í síma 898-6364 (Jón) og 894-5254 (Alexandra) eða dreamvoices@dreamvoices.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir