Söngvarakeppni Húnaþings vestra á laugardag

Næstkomandi laugardagskvöld verður mikil tónlistarveisla í Félagsheimilinu á Hvammstanga en þá verður haldin hin margrómaða Söngvarakeppni Húnaþings vestra.

Þetta er í tíunda sinn sem keppnin er haldin og er þema kvöldsins að sungið skuli á íslensku. Keppni hefst kl. 21:00 og mun hljómsveitin Kashmir leika undir hjá keppendum en að henni lokinni ætla Ingó og veðurguðirninr að bresta í söng og spila á balli fram eftir nóttu.

Aðgangseyrir er kr 4.000 á skemmtun og ball og aldurstakmark 16 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir