Sólstöðuganga í landi Ingimundar gamla
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
18.06.2009
kl. 10.10
Félagið Landnám Ingimundar Gamla stendur fyrir sólstöðugöngu sunnudagskvöldið 21. júní. Gengið verður að Faxabrandsstöðum sem er eyðbýli með friðlýstum rústum, í fylgd Þórs Hjaltalín minjavarðar Norðurlands vestra og mun hann útskýra það sem fyrir augu ber.
Mæting kl. 20 við söguskiltið um Faxabrandsstaði, sem er skammt norðan við Hnjúk í Vatnsdal. Stutt og auðveld ganga, allir velkomnir og ekkert þátttökugjald.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.