Sólpallur við golfskálann
Golfklúbburinn Ós og Glaðheimar sumarhús gerðu með sér samstarfssamning sem var undirritaður í gær, á þjóðhátíðardaginn. Samningurinn felst í því að Glaðheimar smíðuðu sólpall við golfskálann og gestir í sumarhúsum og tjaldsvæði fá aðgang að vellinum. Glaðheimar fá ágóðann af vallargjöldum.
Sólpallurinn er tilbúin og undirritaði Jóhanna G. Jónasdóttir fyrir hönd golfklúbbsins og Lárus B. Jónsson fyrir hönd Glaðheima samninginn á nýja pallinum.
Einnig gaf Lárus golfklúbbnum fjóra stóla á pallinn sem verða afhentir við fyrsta tækifæri og færum við honum góðar þakkir fyrir.
Það rigndi svolítið á meðan á undirritun stóð en það gerði ekkert til því pallurinn á eftir að koma að góðum notum í sumar og næstu ár.
Félögum í golfklúbbnum Ós fer ört fjölgandi enda er þetta skemmtileg og heilsusamleg íþrótt sem er stunduð í góðum félagsskap.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.