Sögufélagsfélagar hittast á Gauksmýri

Sögufélagið Húnvetningur stendur fyrir fræðslufundi að Gauksmýri laugardaginn 27. mars næstkomandi og hefst hann klukkan 14:00. Nýtt sögukort Vatnsdælu verður þar til umræðu og höfundur þess, Pétur Jónsson, heldur fyrirlestur sem hann nefnir „Á slóð Vatnsdælasögu – sögukort og minjar í Vatnsdal og Þingi.

Þá mun Tómas Gunnar Sæmundsson segja frá Jóni Marteinssyni, varðmanni á Holtavörðuheiði og fræðum hans. Allir eru velkomnir á fræðslufundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir