Snemmborin lömb í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
23.03.2010
kl. 10.02
Hann Tobías Freyr Sigurjónsson í Geldingaholti í Skagafirði sendi Feyki.is myndir og fréttaskot þar sem hann segir að lömb hafi fæðst á bænum þann 16. mars s.l. Fengu nöfnin Helga og Helgi.
Lömbin eru hin myndarlegustu, hrúturinn kolóttur í framan en gimbrin alveg hvít. Tobías er mikill búmaður og þykir gaman í fjárhúsunum og sérstaklega núna þegar snúast þarf í kringum nýfædd lömbin en þau eru númer eitt þessa dagana.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.